Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Björgólfur vill þjóðarsjóð
Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á aðalfundi bankans í dag að Íslendingar ættu að koma sér upp öflugum varasjóði, einskonar þjóðarsjóði, til að verja efnahagslífið og hagstjórnina fyrir svipuðum áföllum og þeim, sem dunið hafa yfir síðustu mánuði.
Björgólfur sagðist vera þeirrar skoðunar að ef Íslendingar vilji halda áfram á þeirri braut að taka fullan þátt í viðskiptum á alþjóðamarkaði, halda fram að auka tekjur sínar í viðskiptum við útlönd, halda sjálfstæðri efnahagsstjórn og eiga kost á eigin gjaldmiðli, þá sé nauðsynlegt að koma okkur upp mjög öflugum varasjóði.
Við ættum að koma okkur upp þjóðarsjóði sem hefði tekjur af auðlindum lands og hugviti þjóðarinnar. Þjóðarsjóði sem mundi verja efnahagslífið og hagstjórnina fyrir svipuðum áföllum þeim sem dunið hafa á okkur síðustu mánuði. Að mínum dómi ættu stjórnvöld að huga að stofnun slíks sjóðs jafnhliða því sem þau kanna með hvaða hætti öðrum má stuðla að stöðugleika í íslensku efnahags- og atvinnulífi," sagði Björgólfur.
Hann sagði að öllum væri það orðið ljóst, að ekki yrði unað við óbreytt ástand. Engin vinnufyrirtæki geti borið til lengdar yfir 15% stýrivexti og engin fyrirtæki geta vaxið þegar verðlag og gengi sveiflast upp og niður og lítið ræðst við verðbólgudrauginn.
Og jafnvel þó við yrðum hluti af stærra peningakerfi og tækjum upp stöðugri mynt þá er ég ekki frá því að bjartsýni, ákafi og áhættusækni okkar Íslendinga muni eftir sem áður skapa þrýsting á efnahagskerfi okkar. Þá yrði ekki síður mikilvægt að eiga varasjóð til að vinna gegn skaðlegum sveiflum í búskap okkar.
Þessi hugmynd Björgólfs er athyglisverð.Hann talar um að sjóðurinn ætti að hafa tekjur af auðlindum landsins.Ég vil bæta því við ,að bankarnir ættu að leggja stórar fúlgur í slíkan þjóðarsjóð.Það verður svo áfram,að bankarnir munu skapa mesta hættu fyrir Ísland með útrás sinni og lántökum erlendis.
Björgvin Guðmundsson
Íslendingar komi sér upp þjóðarsjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.