Föstudagur, 25. apríl 2008
Mundi hagur sjávarbyggða versna við aðild að ESB?
Aðild að Evrópusambandinu myndi kalla á breytingar á auðlindanýtingu okkar. Það hlýtur því að verða að skýra það vel út fyrir kjósendum í sjávarbyggðum á Íslandi hvers vegna við eigum að fela yfirráð og skipulag nýtingar sjávarauðlindarinnar stjórnmálamönnum og embættismönnum Evrópusambandsins. Í mínum huga er slík valda tilfærsla ekki fýsilegur kostur." Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis við afhendingu verðlauna Jóns Sigurðssonar forseta.
Sturla Böðvarsson hefur gagnrýnt núverandi kvótakerfi harðlega m.a. vegna þess hvernig það hefur farið með sjávarbyggðir landsins.Hann hefur í ræðu sett fram þá kröfu að kvótakerfi'ð verði stokkað upp. Ekki hefur hann þó fylgt því máli eftir.
Mér er til efs,að sjávarbyggðir Íslands væru ver staddar að því er útgerð varðar en þær eru þó við hefðum verið í ESB. Stóru útgerðirnar hafa farið með kvótana á brott frá sjávarbyggðunum úti á landi og skilið sjávarrbyggðirnar eftir með sviðna jörð. Það þurfti ekki stórnmálamenn í Brussel til þess að koma þessu til leiðar. Nei íslenskir stjórnmálamenn hafa leitt þetta ástand yfir sjávarbyggðir Íslands.Margir sérfræðingar í málefnum ESB telja,að Ísland fengi alla kvótan til veiða við Íslandsstrendur þó við gengjum í ESB.Það er vegna þess,að reglur ESB kveða á um það að miða eigi við veiðireynslu við úthlutun kvóta og Íslendingar hafa mesta reynslu af veiðum við strendur landsins.En við göngum ekki í ESB nema þjóðin samþykki það í þjóðaratkvæðagreiðslu þjóðaratkvæðagreiðslan fer eftir því hvernig samning við fáum við ESB m.a. um sjávarútvegsmál.
Björgvin Guðmundsson
Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björgvin. Í dag er jú tilfærsla með kvóta leyfð milli hinna ýmsu byggðarlaga. En
VIRÐISAUKINN með slíkri tilfærslu er áfram innan þjóðarbúsisns og íslenzka
hagkerfisins. Við inngöngu í ESB verður á þessu GRUNDVALLARBREYTING. Þá
gefst útlendingum tækifæri að fjárfesta í íslenzkri útgerð. Sem þýðir að þeir komast yfir þann kvóta sem viðkomandi útgerð hefur verið úthlutað. Sem þýðir að útlendingar hafa komist bakdýramegin inn í okkar fiskveiðilögsögu. Vegna þess
að á Íslandsmiðum er í dag FRAMSELJANLEGUR kvóti. Þannig mundi hefjast
svokallaða kvótahopp sem lagt hefur t.d breskan sjárvarútveg í rúst. Hvernig
ætlið þið ESB-sinnar að koma í veg fyrir slíkt varðandi íslenzkan sjávarútveg?
Hafið þið reiknað út í grófum dráttum hversu mikill virðisauki gæti tapast
úr íslenzku hagkerfi ef þetta yrði raunin ? Meðan þið svarið ekki slíkri
GRUNDVALLARSPURNINGU er málflutningur ykkar hættulegur útfrá íslenzkum
þjóðarhagsmunum. Svo einfalt er það !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.4.2008 kl. 09:22
Þetta er rétt hjá þér.Í samningum við ESB þarf okkar fyrsta krafa að vera sú að fá undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB.Til vara verði sú krafa gerð að Íslengingar úthluti öllum kvótum við Íslandsstrendur.Ég vil ekki samþykkja aðild að ESB nema viðunandi samningar um sjávarútvegsmál fáist.
Kv. BG
Björgvin Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 09:59
Sæll Björgin. Erum kannski að tala um tvo óskylda hluti. Annars vegar að íslenzk stjórnvöld úthluti kvóta, og hins vegar það að þegar Ísland hefur gerst
aðili að ESB þá fá ESB-þegnar frelsi til að fjárfesta í íslenzkri útgerð og komast á
þann hátt yfir kvótann. Enginn hefur hingað til fullyrt að við getum bannað erl.
fjárfestingar í íslenzkri útgerð göngum við í ESB. Þetta hefur m.a leitt til mikilla
vandamála meðal fiskveiðiþjóða ESB. Þar gengur kvótinn kaupum og sölum innan
ESB og er bresk útgerð fræg fyrir það hvað hún hefur farið illa út úr slíku
kvótahoppi.
Erum við tilbúnir Björgvin að fórna þannig íslenzkum sjávarútvegi? Og hvað
kostar þð íslenzkt þjóðarbú? Í dag getum við bannað meirihlutaeign útlendina
í íslenzkri útgerð vegna þess að sjávarútvegurinn er utan EES-samningsins.
Allt þetta galopnast við inngöngu í ESB. Ekki síst þar sem þessi kvóti okkar
er því miður í dag ALGJÖRLEGA FRAMSELJANLEGUR !
Það liggur fyrir og hefur hvergi verið mótmælt að gangi Ísland í ESB verður
að afnema bann við frjárfestingum útlendinga í íslenzkri útgerð. Því slíkt
bann stríðir gegn grunnþætti Rómarsáttmálans um frjálsar fjárfestingar í
atvinnulífinu innan ESB. Frá slíkum grunnþætti fást engar undanþágur.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.4.2008 kl. 10:28
Það er aldeilis algerlega ljóst, að virðisaukinn af auðlindinni verður ekkert síður eftir í landinu þó Youngs BlueCrest ættu meirihluta hlutabréfa í Samherja eða Granda. Samherji t.a.m. hefur farið með allann afrakstur sinn af auðlindinni í fjárfestingar erlendis, í Evrópu og víðar um margra ára skeið. Og það er dálítið merkilegt að það finnst öllum sjálfsagt???
Hér er um sama Framsóknar- afturhalds áróður að ræða eins og þegar var verið að gera samninginn um EES. Ég man eftir mönnum tala sig hása um útlendingana sem mundu koma hér og kaupa upp heilu dalina. Eru það ekki íslenskir braskarar sem eru að því í dag?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.4.2008 kl. 11:20
Hafteinn.. Samherji er lögskráður hérlendis og borgar alla sína skatta og gjöld í
íslenzka þjóðarbúið. Hagnaður af starfsemi Samherja erlendis skilar sér 100&/ inn í íslenzkt hagkerfi alveg eins og með íslenzku bankana. Verðmæti hvers ugga af Íslandsmiðum skilar sér 100% inn í íslenzkt hagkerfi. Þegar útlendingar komast bakdyramegin inn í fiskveiðilögsöguna með að kaupa sig inni í íslenzka útgerð með framseljanlegum kvóta verður á þessu grundavallarbreyting. Það þýðir ekkert hjá þér Hafsteinn að berja hausinn við steininn að afneita þessum staðreyndum. Farðu til Bretlands og kynntu þér þessi mál þar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.4.2008 kl. 11:50
Ég hef verið viðloðandi útgerðarmenn í Bretlandi í 20-30 ár og þekki örugglega ekkert ver til þeirra mála en Framsóknarflokkurinn á Íslandi. Þar fyrir utan er enginn vitneskja um hvernig samning við gætum fengið, það er það sem þarf að kanna.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.4.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.