Sala sumarleyfisferða eins og í metári!

Íslendingar taka ekkert mark á þessu  krepputali fjölmiðla og  stanslausum umræðum um efnahagsmál og  niðursveiflu.Þeir halda sínu striki og láta eins og allt sé í lagi:

 Sala sumarleyfisferða hjá ferðaskrifstofunum Heimsferðum og Terra Nova hefur verið með svipuðu móti í ár og á sama tíma í fyrra.

Þetta segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofanna, og bætir því við að árið 2007 hafi verið metár í sölu sumarleyfisferða. Tómas segir ekki hafa borið á afpöntunum upp á síðkastið og hafi hans fólk lítið orðið vart við niðursveiflu í efnahagslífinu. Sala haustferða hafi einnig farið óvenjuvel af stað hjá ferðaskrifstofunum.

Samkvæmt  þessu munu Íslendingar halda áfram að eyða á fullu á meðan þeir hafa vinnu og á meðan spá Seðlabankans um 30% lækkun fasteigna rætist ekki.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband