Sunnudagur, 27. apríl 2008
Álverin menga minna
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu á Íslandi minnkaði um 22% frá árinu 1990 til 2006. Þetta gerðist þrátt fyrir tilkomu Norðuráls og kerskála 3 í Straumsvík en frá 1990 hefur álframleiðsla á Íslandi aukist úr 90.000 tonnum í 270.000 tonn árið 2005, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun.
Á sama tímabili hefur losun gróðurhúsalofttegunda hjá Alcan á Íslandi minnkað um 50%, samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Þóru Magnúsdóttur, leiðtoga umhverfismála á þróunarsviði hjá fyrirtækinu, enda þótt framleiðslan hafi tvöfaldast, úr 88.000 í 180.000 tonn.
Íslensk álver hafa almennt náð mjög góðum árangri í að draga úr mengun. Þau hafa allt að fjögurra ára aðlögunartíma frá því starfsemi hefst til að ná settu marki í þessum efnum og það hefur gengið upp, segir Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun. Það má alltaf gera betur og Kristján segir enn svigrúm til að draga úr mengun frá álverum á Íslandi, það felist einkum í því að breyta fræðilegum leiðum í tæknilegar leiðir.
Það er ánægjulegt að álverin á Íslandi skuli hafa náð þetta góðum árangri í að takmarka losun gróðuhúsalofttegunda.Álver höfðu illt orð á sér í þessu efni og hér hefur mikill áróður verið rekinn gegn álverum vegna mikillar mengunar þeirra en þau hafa sennilega verið höfð fyrir rangri sök.Hins vegar menga bílar og skip mikið hér á landi. En hvað vilja íbúar gera til þess að draga úr útblæstri bíla. Vilja þeir nota bílana minna eða setja á þá búnað til þess að takmarka útblástur. Slíkur búnaður er dýr.
Björgvin Guðmundsson
Minni mengun frá álverum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fellst á , að fyrirsögnin er villandi. Betra hefði verið að segja Álver menga minna en áður.
Kv. BG
Björgvin Guðmundsson, 27.4.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.