Mánudagur, 28. apríl 2008
Landspítalinn leitar eftir erlendu vinnuafli!
Landspítalinn hefur auglýst eftir geislafræðingum til starfa en 40 af 52 geislafræðingum hætta störfum 1. maí ef ekki leysist úr deilunni milli þeirra og stjórnenda spítalans. Ef svo fer sem nú horfir verður sú raunin.
Hansína Sigurgeirsdóttir, deildarstjóri á myndgreiningarsviði LSH, segir að ef uppsagnirnar gangi eftir þurfi að ráða jafnmarga í staðinn og rætt hafi verið um að auglýsa á Norðurlöndunum og jafnvel á Írlandi. Þegar starfa sex norskir geislafræðingar á Landspítalanum og er einkum horft til Noregs í von um framtíðarstarfskrafta.
Það þarf enginn að segja mér,að Landspítalinn fái norska geislafræðinga fyrir sömu laun og greidd eru íslenskum geislafræðingum.það verður að borga þeim hærri laun. Og hið sama er að segja um hjúkrunarfræðinga. Ef ráðnir verða erlendir hjúkrunarfræðingar verður að greiða þeim hærri laun. En yfirstjórn Landspítalans finnst ef til vill í lagi að greiða hærri laun,aðeins ef það fer ekki til Íslendinga!Breyting á vaktafyrirkomulagi þýðir launaskerðingu fyrir hjúkrunarfræðinga.Ef spítalinn hefði boðist til þess að greiða hjúkrunarfræðingum aukakostnaðinn ( launaskerðinguna) hefðu þeir dregið uppsagnir sínar til baka.,
Björgvin Guðmundsson
Landspítalinn horfir til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hingað til hafa menn nú leitað að einhverju.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 08:59
Ég hélt að menn leituðu AÐ einhverju.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.