Verðbólgan 11,8%

Verðbólgan á Íslandi mældist 11,8 prósent í apríl eftir að vísitala neysluverðs hafði hækkað um 3,4 prósent á milli mánaða. Hefur hún ekki verið hærri í nærri átján ár.

Verðbólgan var 8,7 prósent í síðasta mánuði en ýmislegt kemur til hækkunar neysluverðsvísitölunni. Fram kemur á vef Hagstofunnar að gengissig íslensku krónunnar undanfarið hafi skilað sér mjög hratt út í verðlagið.

Hækkaði verð á innfluttum vörum um 6,2 prósent í mánuðinum og hafði það áhrif til hækkunar á vísitölunni um 2,1 prósent. Kostnaður vegna reksturs eigin bifreiðar jókst um 7,1 prósent, þar af hækkaði verð á nýjum bílum um 11 prósent og á bensíni og olíum um 5,2 prósent.

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 6,4 prósent en þar af hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum um 10,2 prósent.

Sem fyrr segir hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,8 prósent síðastliðna tólf mánuði .

Þessi mikla verðbólga er stóralvarlegt mál. Ríkisstjórnin verður að taka í taumana. Það þarf strax að láta samkeppniseftirlitið gera rannsókn á því hvað verðlag hefur hækkað mikið undanfarið. Þá mun koma í ljós,að sumar vörur hafa hækkað óeðlilega mikið. Reynist það svo á að  gefa verslunum nokkurra daga frst til þess að lækka þessar vörur eitthvað en ella að setja þær undir hámarksálagningu. Það er of mikið í húfi til þess að láta allt reka á reiðanum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góða grein í Fréttablaðinu - fylgist alltaf með blogginu þínu.

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband