Jón Sigurðsson vill í ESB

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu, að tími sé kominn til að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.  

Jón segir, að vandi Íslendinga á sviði gjaldeyris- og peningamála sé augljós. Í hagkerfinu séu í raun þrír gjaldmiðlar: íslenska króna, verðtryggð og gengistryggð reiknikróna og evra. Seðlabankinn hafi aðeins vald yfir íslensku krónunni og verði að forskrúfa hana til að geta haft áhrif á önnur viðskipti. Þetta gangi ekki nema á stuttu millibilsskeiði. ESB og evra virðist framtíðarkostir og aðrir möguleikar aðeins fræðilegir.

Jón segir m.a. að forsendur sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB eigi ekki við á Íslandsmiðum þótt sjávarútvegsmálin verði erfið viðfangs í samningum við sambandið. Þá verði aðild að ESB landbúnaðnum frekar til stuðnings en hitt vegna þess að væntanlegar stefnuákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar muni valda róttækum breytingum í landbúnaði á næstu árum.

Þessi grein Jóns eru mikil tíðindi. Áður hafa  aðrir þungavigtarmenn í framsókn lýst sömu stefnu svo sem Valgerður Sverrisdóttir,Magnús Stefánsson og Björn Ingi Hrafnsson. Guðni formaður er hins vegar einangraður í málinu en nýtur stuðnings Bjarna Harðarsonar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka Til baka


mbl.is Tímabært að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband