Lægstu laun komin langt fram úr lífeyri aldraðra! Gliðnun byrjuð á ný

Samkvæmt línuriti,sem ég er með fyrir framan mig yfir  bætur almannatrygginga og  dagvinnutekjutryggingu verkafólks eru lægstu laun verkafólks ( dagvinnutekjutrygging verkafólks) nú komin langt fram úr  lífeyri aldraðra og öryrkja ( grunnlífeyrir,tekjutryggging og heimilisuppbót). Lægstu laun eru 145 þús. á mánuði en  hæsti

llfeyrir frá TR 135.900. fyrir einhleypinga. En samkvæmt línuritinu  var lífeyrir lífeyrisþega hærri en  lægstu laun í mörg ár þar á undan. Ástæða þessa  er sú,að  lífeyrisþegar fengu ekki rétta uppbót á lífeyri sinn í kjölfar kjarasamninganna í febrúar. Það vantar 9100 kr.  upp á á mánuði að uppbæðin  sé rétt miðað við þau viðmið,sem samið var um 2003 og 2006. Þetta eru 3,3 milljarðar á ári. Fjármálaráðherra reiknaði út uppbót lífeyrisþega og hann hefur vanreiknað hana. Þetta verður að leiðrétta strax. Það á ekki að skerða kjör lífeyrisþega.Það á  að bæta þau.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Lífeyrisþegar hafa þurft að þola standslausar skerðingar og er tími til kominn að eitthvað sé gert í því. Ég er mjög svo sammála þér Björgvin.

Með virðingu og vinsemd. Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 29.4.2008 kl. 10:26

2 identicon

Jæja þá er Smafylkingin  komin til valda hvert er hlutverk hennar í ríkistjórninni að skerða bætur það hefur hún gert fyrr og gott ef hún fann ekki upp þá taktík að skerða alla mögulega hluti í nafni jöfnuður. svona er jöfnuður eða hitt þó heldur

jón Ó Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband