Kvótinn: Braskað með 1000 milljarða

Rætt var á alþingi í dag  um þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna um að  Ísland samþykki  álit Mannréttindanefndar Sþ. um kvótakerfið.Harðar deilur urðu um málið. Grétar Mar þingmaður frjálslyndra sagði,að  nokkrir útvaldir hefðu fengið fiskveiðiheimilildirnar  "gefins" í upphafi. Heimildirnar væru nú að verðmæti um 1000 milljarðar.Þær væri braskað með. Jón Magnússon þingmaður frjálslyndra spurði Karl Matthíasson þingmann Samfylkingar hvort hann samþykkti að ríkisstjórnin yrði við kröfu Mannréttindanefndar Sþ. um breytingar á kvótakerfinu. Karl svaraði því játandi.

Álit MANNRÉTTINDANEFNDAR SÞ. er bindandi. Það verður að fara eftir því og breyta kvótakerfinu eins og nauðsynlegt  er vegna álitsins.

 

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.4.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband