Höfuðstóll lána rýkur upp

Sú skyndilega hækkun vísitölu neysluverðs sem varð í apríl kemur sér mjög illa fyrir þá sem tekið hafa verðtryggt lán. Vísitalan hækkaði um 3,4% á milli mánaða og hefur ekki hækkað meira í tæpa tvo áratugi.

Svo tekið sé einalt dæmi þýðir 3,4% hækkun vísitölu neysluverðs að sá sem þarf að greiða 100.000 krónur af jafngreiðsluláni í maí, þarf að greiða 103.400 krónur af því í júní þegar hækkun vísitölu í apríl er farin að taka gildi til verðtryggingar. Að sama skapi hækkar höfuðstóll 20 milljóna króna láns í rúmar 20.682.000 krónur.

Einnig má taka dæmi af einstaklingi sem tók 20 milljóna króna jafngreiðslulán til 40 ára með 4,15% vöxtum 1. september 2004. Ef lánið hefði verið óverðtryggt, næmi hver mánaðargreiðsla tæpum 86 þúsund krónum. Eins og vísitalan hefur þróast þarf viðkomandi hins vegar að greiða tæpar 110 þúsund krónur í afborgun 1. júní nk., eða tæpum þriðjungi meira.

 

Ef verðbólga hefði haldist 3,7%, eins og hún var í ágúst 2004, hefði afborgunin 1. júní nk. verið tæpar 98 þúsund krónur. Hin raunverulega afborgun er 12% hærri, og til þess að greiðslubyrðin hafi ekki þyngst, þurfa laun viðkomandi því að hafa hækkað um það sem því nemur á umræddu tímabili.

Þetta er  hroðalegt. Hætt er við að  erfitt verði hjá mörgum að halda íbúðum sínum. Sérstaklega getur þetta orðið erfitt hjá ungu fólki.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Höfuðstóllinn rýkur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband