Alþingi ræðir lífeyri aldraðra

Alþingi ræðir í dag um lífeyri aldraðra og öryrkja samkvæmt ósk Guðna Ágústssonar,formanns Framsóknarflokksins.Mun verða rætt hvort útreikningur á hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja hafi verið réttur  vegna nýrra kjarasamninga í feb. sl. Alþýðusamband Íslands,Landssamband eldri borgara (LEB)og Félag eldri borgara í Reykjavík segja,að  hækkun á lífeyri lífeyrisþega hafi verið vanreiknuð  í kjölfar nýrra kjarasamninga og vanti þar 9100 kr. á mánuði upp á hjá þeim,sem einungis hafa bætur TR. Ákveðið var árið 2006,þegar samkomulag var gert milli ríkisstjórnar og LEB að við gerð nýrra kjarasamninga skyldi miða breytingar á lífeyri  við lágmarkstekjutryggingu launþega í dagvinnu en ekki lægstu taxtalaun. Þess viðmiðun var einnig í gildi 2003. Þessi skoðun kom skýrt fram á fundi félags-og tryggingamálanefndar alþingis.

Fróðlegt verður að sjá hvernig alþingi tekur á þessu máli í dag.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Nú er mikil dýrtíð að skella á og sá stóri hópur eldri borgara sem aðeins hefur sér til framfæris strípaða taxta Tryggingast. R. verður illa úti í dýrtíðarholskeflunni. þar sem laun þeirra eru undir fátækramörkum.

9100 kr. / mánuði sem á vantar að  það haldi áfram til jafns við þá lakassettu meðal verkafólks, er eldri borgurum stórfé.

Það er kannski erfitt fyrir verðandi eftirlaunaþega á Alþingi að skynja það að þessi upphæð geti skipt sköpum í að draga fram lífið.

 Þessi mistök verður að leiðrétta.

Sævar Helgason, 30.4.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband