Stórkaupmenn gagnrýna viðskiptaráðherra

Félag íslenskra stórkaupmanna sendir Björgvini G. Sigurðsssyni viðskiptaráðherra tóninn í tilkynningu í kjölfar átaks ráðuneytisins vegna hækkunar verðlags.

Þar gagnrýnir félagið þá ákvörðun stjórnvalda að fela hagdeild ASÍ að standa að sérstöku átaki í verðlagseftirliti. Það sé ekki til þess fallið að skapa traust því bæði formaður og hagfræðingur ASÍ hafi látið hafa það eftir sér að fyrirtæki í verslun hafi hækkað vöruverð langt umfram þörf án þess að hafa þurft að rökstyðja þær fullyrðingar. Spyr FÍS hvort líklegt sé að samtök þar sem forsvarsmenn hafi svo fyrirframmótaðar skoðanir á þessum málum geti gert hlutlaustar verðkannanir.

Félagið segir þó að mesta furðu veki orð viðskiptaráðherra sem vilji að fyrirtæki fresti hækkunum og lækki jafnvel verð. „Ætlast viðskiptaráðherra virkilega til þess að verslunin í landinu taki á sig afleiðingar gengisbreytinga undangenginna vikna upp á tugi prósenta, afleiðingar erlendra hráefnishækkana upp á tugi prósenta og afleiðingar innlendra kostnaðarhækkana, einnig upp á tugi prósenta? Er ráðherrann að fara fram á það við fyrirtækin að þau jafnvel stundi undirverðlagningu á vöru og þjónustu? Er ráðherrann að ætlast til þess fyrirtækin hagi rekstri sínum þannig að hann sigli í kaf?" spyr Félag íslenskra stórkaupmanna.

Allir verða að leggjast á eitt í baráttunni við verðbólguna. Ef verðbólgan æðir stjórnlaust áfram verður það allra skaði, einnig stórkaupmanna. En vissulega getur verið erfitt fyrir stórkaupmenn að taka á sig hækkanir af völdum gengislækkunar.Aðalatriðið er að verslanir séu ekki að hækka vörur meira en gengislækkunin gefur tilefni til. Krónan hefur einnig  verið að hækka aftur þannig að það kemur væntanlega á móti.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband