Miđvikudagur, 30. apríl 2008
Halli á vöruviđskiptum viđ útlönd eykst.Mest aukning á innflutningi bíla!
Fyrstu ţrjá mánuđi ársins voru fluttar út vörur fyrir 78 milljarđa króna en inn fyrir 102,7 milljarđa króna fob (111,9 milljarđa króna cif). Halli var á vöruskiptunum viđ útlönd, reiknađ á fob verđmćti, sem nam 24,7 milljörđum en á sama tíma áriđ áđur voru ţau óhagstćđ um 12,3 milljarđa á sama gengi. Vöruskiptajöfnuđurinn var ţví 12,5 milljörđum króna óhagstćđari en á sama tíma áriđ áđur.
Á vef Hagstofu Íslands kemur fram ađ í marsmánuđi voru fluttar út vörur fyrir 34,3 milljarđa króna og inn fyrir 37,1 milljarđ króna fob (40,5 milljarđa króna cif). Vöruskiptin í mars, reiknuđ á fob verđmćti, voru ţví óhagstćđ um 2,8 milljarđa króna. Í mars 2007 voru vöruskiptin óhagstćđ um 4 milljarđa króna á sama gengi.
Fyrstu ţrjá mánuđi ársins 2008 var verđmćti vöruútflutnings 10,1 milljarđi eđa 11,4% minna á föstu gengi en á sama tíma áriđ áđur. Sjávarafurđir voru 41% alls útflutnings og var verđmćti ţeirra 15,4% minna en á sama tíma áriđ áđur. Útfluttar iđnađarvörur voru nćr helmingur alls útflutnings og var verđmćti ţeirra 11,7% meira en áriđ áđur. Mestur samdráttur varđ í útflutningi skipa og flugvéla og sjávarafurđa, ađallega frystra flaka, en á móti kom aukning í útflutningi á áli.
Fyrstu ţrjá mánuđi ársins 2008 var verđmćti vöruinnflutnings 2,4 milljörđum eđa 2,4% meira á föstu gengi en á sama tíma áriđ áđur. Mest aukning varđ í innflutningi á fólksbílum og hrá- og rekstrarvörum en á móti kom samdráttur í innflutningi á flugvélum og fjárfestingavöru.
Ţađ er stórundanlegt,ađ aukning skuli mest vera í innflutningi bíla á fyrstu 3 mánuđum ársins ţrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu og gengislćkkun krónunnar um 25% Ţađ er eins og Íslendingar taki ekkert mark á efnahagslegum stađreyndum. Ţeir lemja hausnum viđ steininn.
Björgvin Guđmundsson
Aukinn halli á vöruskiptum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.