Fimmtudagur, 1. maí 2008
1.mai,baráttudagur verkalýðsins
í dag er 1.mai,baráttudagur verkalýðsins um allan heim.Farin verður kröfuganga í Reykjavík og víða annars staðar á Íslandi í dag. Það er táknrænt,að aðalbaráttumál verkalýðsfélaganna hér er: Verjum kjörin.Það er vegna þess,að verkalýðsfélögin eru nýlega búin að semja um kjarabætur og það er nú verið að taka þessar kjarabætur allar til baka.Blekið var tæplega þornað á samningunum,þegar gengi krónunnar hrundi og verkafólk var svipt þeim hækkunum sem það hafði samið um.Þetta leiðir hugann að því,að það þarf að breyta um aðferðir og breyta um frágang samninga.Það gengur ekki að gera samninga,sem eru eyðilagðir daginn eftir. Hér áður voru vísitölutryggingar í samningum. Það þýddi,að ef verðlag hækkaði,þá hækkuðu launin strax í kjölfarið.Á þann hátt voru laun verkafólks tryggt en vísitölukerfið var verðbólguhvetjandi.En ef engin önnur trygging fæst fyrir verkafólk verður að taka upp vísitölukerfið aftur. Það er ekki góður kostur en ef til vill mundu stjórnvöld þá leggja meira á sig til þess að halda verðbólgunni í skefjum. Núna yppta stjórnmálamenn bara öxlum og segja: Markaðslögmálin ráða. Við ráðum engu.Á meðan það viðhorf ræður ríkjum verður verkalýðshreyfingin að taka til sinna ráða. Það verður að verja kjörin og sækja fram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.