Föstudagur, 2. maí 2008
Aldraðir vilja leiðréttingu strax
Aldraðir hafa fundað undanfarna daga vegna þess,að þeir fengu ekki sinn hlut hækkunar í kjölfar nýrra kjarasamninga.Launþegar sömdu um hækkun lágmarkstekjutryggingar í dagvinnu um 16% eða í 145 þús. kr. á mánuði. Samkvæmt samkomulagi 2003 og 2006 áttu lífeyrisþegar að fá sömu hækkun nú en fengu aðeins 7,4% hækkun þannig að lífeyrir fór í 135.900 kr. í stað 145 þús. kr. Hér munar 9100 kr. á mánuði. Það munar um minna.Aldraðir hafa farið fram á,að þetta verði leiðrétt strax með gildistíma frá 1.febrúar eins kjarasamningarnir. Það þýðir ekkert að fresta þessari leiðréttingu. Hún verður að koma strax,þar eð um mistök var að ræða við útreikning á hækkun til lífeyrisþega.Aldraðir reiknuðu með leiðréttingu á sínum kjörum.Þeir reiknuðu ekki með að kjörin yrðu skert miðað við launþega á almennum vinnumarkaði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.