Breski Verkamannaflokkurinn tapaði miklu í sveitarstjórnarkosningunum

Allt útlit er fyrir, að Boris Johnson, frambjóðandi Íhaldsflokksins, verði næsti borgarstjóri í Lundúnum en verið er að telja atkvæði sem greidd voru í borgarstjórakosningum í gær. Johnson er yfir í átta af þrettán kjördæmum í borginni en Ken Livingstone, borgarstjóri og frambjóðandi Verkamannaflokksins, er yfir í fimm.

 Almennt var búist við að Verkamannaflokkurinn myndi tapa fylgi í sveitarstjórnakosningunum í gær en úrslitin eru mun verri en spáð var. Hefur flokkurinn tapað nærri 400 sætum í bæjar og sveitarstjórnum á Englandi og í Wales en Íhaldsflokkurinn hefur bætt við sig 267 sætum.

Adam Boulton, stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar, sagði að þetta væri afar alvarleg niðurstaða fyrir Verkamannaflokkinn.

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að niðurstaðan væri traustsyfirlýsing við flokkinn. Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði, að úrslitin væru vonbrigði en  flokkurinn hefði hlustað á kjósendur og myndi læra af þessari reynslu. 

Þessi kosningaúrslit geta dregið dilk á eftir sér. Þau geta haft áhrif á landsmálin. Staða Brown,leiðtoga jafnaðarmanna,hefur verið fremur veik. En hún mun nú enn veikjast. Þingkosningar verða 2o1o. Mega breskir jafnaðarmenn nú hafa sig alla við að rétta flokkinn af.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Útlit fyrir sigur Íhaldsflokks í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband