Laugardagur, 3. maí 2008
100 milljónir manna orðið fyrir barðinu á matvælakreppunni
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í matvælamálum sagði í dag að Mannréttindaráð SÞ yrði að koma saman hið fyrsta til að vekja athygli á matvælakreppunni í heiminum, sem væri neyðarástand í mannréttindamálum. Að minnsta kosti eitt hundrað milljónir manna hefðu orðið fyrir barðinu á matvælakreppunni í heiminum.
Olivier De Schutter er nýskipaður, óháður fulltrúi ráðsins í matvælaréttindamálum. Hann kvaðst vona að ráðið gæti komið saman til sérstaks fundar síðar í mánuðinum.
Í viðtali við franska blaðið Le Monde sem birt er í dag segir De Schutter að matvælakreppuna nú megi rekja til þess, að helstu valdahafar í heiminum hefðu fylgt rangri stefnu í tvo áratugi.
Við gjöldum nú fyrir mistök undanfarinna 20 ára. Ekkert var gert til að koma í veg fyrir spákaupmennsku með hráefni, þótt fyrirsjáanlegt hafi verið að fjárfestar myndu snúa sér að þessum mörkuðum þegar draga færi saman á verðbréfamörkuðunum.
De Schutter sagði ennfremur að Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu alvarlega vanmetið þörfina fyrir fjárfestingar í landbúnaði, og sakaði gjaldeyrissjóðinn um að hafa neytt skuldug þróunarríki til að verja fé til kaupa á innfluttri uppskeru, í stað þess að verða sjálfum sér nóg um uppskeru.
Mavælakreppaman og fátæktin í heiminum er sennilega alvarlegasta málið,sem veröldin stendur frammi fyrir í dag. Auðugu ríkin hafa verið of upptekin við það að græða á þróunarlöndunum í stað þess að lækka tolla á framleiðsluvörum þeirra og í stað þess að aðstoða þau til sjálfshjálpar.
Björgvin Guðmundsson
Segir matvælakreppuna mannréttindakreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.