Eru eldri borgarar beittir áróðursbrellum?

Ríkisstjórnin virðist hafa góða áróðursmeistara í sinni þjónustu,a.m.k. að þvi er varðar málefni aldraðra og öryrkja. Það er margsinnis tilkynnt um sama hlutinn,sem eigi að framkvæma þó langur tími líði þar til hann kemst í framkvæmd.

Tökum dæmi: Ríkisstjórnin tilkynnti 5.desember sl.,að hún ætlaði,að taka upp 100 þús. kr. frítekjumark fyrir þá  eldri borgara,sem væru á almennum vinnumarkaði.Þetta ásamt nokkrum öðrum ráðstöfunum átti að kosta 5 milljarða. Þetta átti að taka gildi 1.júlí 2008. En það var hamrað svo mikið á þessu í fjölmiðlum strax og hamrað svo mikið á 5 milljörðunum,að fólk hélt,að þetta væri komið til framkvæmda og búið að borga 5 milljarðana úr ríkissjóði. Ekkert var minnst á,að ríkið fengi 4 milljarða í auknum skatttekjum af vinnu eldri borgara þannig að nettóútgjöld ríkisins væru sáralítil. Síðan var flutt frumvarp um þetta á alþingi og þá var aftur hamrað á sama hlutnum og þegar þetta loks kemst í framkvæmd 1.júli verður hamrað á þessu í þriðja sinn. Hvers vegna er staðið svona að málum? Hvers vegna var umrætt frítekjumark ekki  látið taka gildi strax um síðustu áramót úr því að tilkynnt var um það 5.desember sl. Hvaða áróðursbrellur eru þetta?

Eldri borgarar þurfa ekki áróðursbrellur. Þeir þurfa framkvæmdir.

Það eina,sem hefur verið framkvæmt nú þegar,sem skiptir einhverju máli fyrir eldri borgara er afnám skerðingar á tryggingabótum aldraðra vegna tekna maka,sem  tók gildi 1.apríl.Það var búið að dæma í Hæstaretti ,að ólöglegt væri að framkvæma þessa skerðingu og það var búið að marglofa að framkvæma þessa  réttarbót.En til þess að menn njóti hennar þurfa þeir að eiga maka!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband