Laugardagur, 3. maí 2008
ESB getur sprengt flokka og ríkisstjórn
Jón Baldvin Hannibalsson sagði í þættinum Í vikulokin á RUV í dag,að Geir Haarde vildi ekki mæla með inngöngiu í ESB ,þar eð það gæti klofið Sjálfstæðisflokkinn. Ljóst er þó,að hvort sem mönnum líkar betur eða verr gæti atburðarásin i ESB málum orðið mjög hröð á næstu mánuðum. Æ fleiri þungavigtarmenn í pólitík hafa verið að mæla með inngöngu í ESB,nú siðast Jón Sigurðsson og þjóðin virðist í æ ríkari mæli hallast að aðild að ESB. Ef Samfylkingin herðir róðurinn fyrir ESB aðild verður það mjög óþægilegt fyrir Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn. Geir gæti þá slitið stjórninni til þess að afstýra ESB aðild.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Facebook
Athugasemdir
Hvers vegna í ósköpunum vill einhver með hjarta og smá skynsemi ganga í ESB báknið. Embættismenn hjá UN hafa kallað stefnu ESB í biofuels "crime against humanity" og kenna henni að miklu leytu um hækkandi matarverð og hungurdauða! Sama fólkið og gaggaði hvað hæst um innrás Bush í Írak og stuðning Íslendinga við þá hörmung vill nú fá að kissa höndina á Tony Blair eða herra Rassmusen. Þessir kallar eru orðaðir við NÝTT embætti forseta ESB.
Björn Heiðdal, 4.5.2008 kl. 03:21
<p>Þú hefur rökin, <b>Hjörtur</b>, þekkinguna og myndugleikann, sem þessu fylgir, til að tala um ESB af viti, og þakkarverð eru öll þín skrif um þessi mál.</p><p>6 af 750 þingmönnum eru <b>0,8%</b> – svona eins og hálf (0,054) þingmannsstaða á Alþingi okkar Íslendinga (þar sem nú sitja 63 íslenzkir fulltrúar landsmanna sjálfra). Þetta yrði lítil sárabót við að fjölga þingmönnum úti í Brussel úr 5 af 785 <i>fyrir</i> gildistöku Lissabon-sáttmálans (0,637%), því að eins og þú segir, stefnir sá sáttmáli að ennþá meira valdaafsali smáþjóðanna en nú er.</p><p>ESB-sinnar eru annaðhvort fáfróðir eða viljugir til að spila rússneska rúllettu með hagsmuni þjóðar okkar, en vilja samt láta taka sig alvarlega!!!</p>
Jón Valur Jensson, 4.5.2008 kl. 10:56
Þegar skoðaðir eru þeir kostir og þau rök sem Jón Baldvin setti fram á á mjög aðgengilegan, rökfastan og skilgreindan hátt þá eru rökin gegn aðild að EBE harla léttvæg. Er unnt að vera á móti vegna tilfinningar?
Sennilega verða þau rök léttvæg fundin. Mér fannst Ragnar Arnalds vera allt of fastur á sínum gömlu skoðunum með fullri virðingu fyrir sjónarmiðum hans.
Við erum Evrópuþjóð og mjög margt fáum við upp í hendurnar án þess að þurfa að berjast fyrir því. Má þar nefna lægri vexti og matvöruverð, þá er svonefndur „félagsmálapakki“ mjög spennandi en þar eru ýms félagsleg og borgaraleg réttindi sem við fengjum seint viðurkennd af þröngsýnum íslenskum stjórnmálamönnum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.5.2008 kl. 15:56
Björgvin, afsakaðu, en þetta innlegg mitt rataði hingað fyrir mistök; ég var með annað hálfkarað til þín, en þetta, sem átti að fara á Hjört á sveiflan.blog.is, sveiflaði sér inn í staðinn!
Jón Valur Jensson, 4.5.2008 kl. 20:19
Við höfum alltaf verið Evrópuþjóð, Guðjón, og njótum ekkert síður evrópskrar menningar nú –– utan ESB! –– heldur en fyrr. Þú (mosi.blog.is), svona mosavaxinn við þúfuna, ættir ekki að leita á náðir framandi trölla (2000 sinnum fleiri en við) um að segja okkur hér, fámennum, smáum, fyrir verkum.
Jón Valur Jensson, 4.5.2008 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.