Er ekki í lagi að flytja inn kjúklingabringur?

Tollur á ferskum kjúklingabringum sem fluttar eru inn frá Evrópusambandinu er mun lægri en tollur af öðrum tegundum kjúklings. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segist sannfærð um að innfluttar kjúklingabringur muni flæða yfir markaðinn ef frumvarp um innleiðingu matvælalöggjafar Evrópusambandsins verður samþykkt á Alþingi. Það muni hafa mikil áhrif á stöðu kjúklingaframleiðenda hér á landi.

Mun lægri tollur á bringum

Samkvæmt yfir 15 ára gömlum samningi milli Íslands og Evrópusambandsins er 540 kr/kg almennur tollur á frosna kjúklinga sem fluttir eru inn frá ESB, auk 18% verðtolls. Hins vegar er 299 kr. tollur á innfluttar ferskar kjúklingabringur, auk 18% verðtolls.

Helga Lára er ekki vafa um hvað gerist ef frumvarp landbúnaðarráðherra verða samþykkt. „Þá munu innfluttar kjúklingabringur flæða yfir markaðinn. Það mun gerast þó að tollar haldist óbreyttir.“

Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segist ekki geta svarað því hvers vegna tollur á ferskum kjúklingabringum sé miklu lægri en á frosnum kjúklingi. Hann segir hins vegar ekki standa til að breyta þessu. Tollurinn sé bundinn í lög og um þetta hafi verið gerður skuldbindandi samningur við ESB. Ólafur bendir á að innkaupsverð á ferskum bringum sé um 30% hærra en á frosnum kjúklingi og það vegi upp þennan mun.

Ég sé ekkert athugavert við það að innflutningur á kjúklingabringum aukist til landsins. Það mundi auka verðsamkeppni og leiða til þess að Íslendingar ættu kost á ódýrari kjúklingum en í dag. Matvælaverð á Ísland er alltof hátt og það þarf að lækka. Það yrði bein kjarabót.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband