Framsókn nálgast ESB

Miðstjórn Framsóknarflokksins telur eðlilegt að spurningunni um hvort stjórnvöld fái umboð til að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið ´(ESB) verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, óháð öðrum kosningum.

Þetta kemur fram í ályktun, sem samþykkt var á fundi miðstjórnarinnar í gær. Þar segir, að veiti þjóðin umboð til slíkra viðræðna yrði niðurstaða samningaviðræðna við ESB lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar.

Miðstjórnin segir, að afstaða til hugsanlegrar aðildarumsóknar að Evrópusambandinu gangi þvert á flokkslínur. Stjórnmálaflokkarnir einir leiði þetta stóra mál ekki til lykta. Þrátt fyrir það sé  það skylda stjórnmálaflokkanna, að finna leið til að svara kalli almennings og atvinnulífsins eftir niðurstöðu í því hver staða Íslands í Evrópu skuli vera.

Það er greinilegt,að stefnubreyting hefur orðið hjá Framsókn í afstöðunni til ESB.Sif Friðleifsdóttir orðar það svo að Framsókn hafi stigið stórt skref  í áttina til ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

  

hver  embla


mbl.is Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband