Ragnar Árnason gagnrýnir Seðlabankann

Ragnar Árnason prófessor í hagfræði segir stjórnvöld og Seðlabankann hafa gert alvarleg mistök í stjórnun peningamála. Opinberar fjárfestingar hafi verið ógætilegar og Seðlabankinn hafi brugðist við með röngum hætti. Ragnar telur að Seðlabankinn eigi að lækka vexti strax.

Í erindi sínu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær gagnrýndi Ragnar Árnason hagfræðiprófessor Seðlabankann harðlega. Nokkrar ástæður væru fyrir kreppunni sem hagkerfið væri í núna, meðal annars ofþanið hagkerfi, samdráttur erlendis og alvarleg fjármálakreppa.

Ragnar segir að hið opinbera hafi farið út í ógætilegar fjárfestingar sem leiddu til umframeftirspurnar í hagkerfinu. Seðlabankinn hafi hins vegar brugðist við á rangan hátt, með því að hækka vexti. Það byggi á úreltum hagfræðikenningum sem geri ráð fyrir mun tregara fjárstreymi milli landa en nú er.

Gagrýni á Seðlabankann virðist aukast. Ragnar Árnason próf. í hagfræði bætist nú í hóp fræðimanna og fyrrum stjórnmálamanna sem gagnrýna bankann harðlega fyrir ranga stefnu. Ragnar segir ,að bankinn verði að    lækka vexti strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband