Nauðsyn að efla Íbúðalánasjóð

Allt útlit er fyrir áframhaldandi lækkun fasteignaverðs og ljóst að innkoma bankanna á fasteignamarkaðinn olli fordæmislausri þenslu á markaðnum sem nú er að ljúka.

Þetta var öðrum þræði meginstefið á fjölsóttum fundi um stöðuna á fasteignamarkaðnum á Grand hóteli í gær þar sem sex framsögumenn ræddu ólíkar hliðar þróunarinnar.

Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, steig fyrst í pontu og vandaði ríkisstjórninni og Seðlabankanum ekki kveðjurnar í yfirferð sinni yfir ástæður hinnar miklu kólnunar á markaðnum.

„Til að berja í brestina hefur nú verið lagt í þá vegferð að ráðast að grundvallarstoðum hagkerfisins og nú skal knýja þar lækkun á húsnæðisverði. Gamla einræðisaðferðin að handstýra markaðnum er notuð. Seðlabankinn setur fram 30% verðlækkunarspá en slær jafnframt þá varnagla í spánni að um gríðarlega óvissu sé að ræða,“ sagði Ingibjörg.

Að mati Ingibjargar þarf að styrkja Íbúðalánasjóð og gera honum kleift að starfa í eðlilegu umhverfi. Sjóðurinn þurfi að geta staðið undir því hlutverki sem honum sé ætlað, meðal annars með því að hækka hámarkslánin og miða útlán við kaupverð fasteigna.

Sótt hefur verið að Íbúðalánasjóði undanfarið. Standa  þarf vörð um hann og efla.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Helfrost á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband