Koma þarf í veg fyrir einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

„Það er ekkert að óttast,“ sagði Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðum um heilbrigðiskerfið á Alþingi í gær en þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum á heilbrigðisþjónustu. „Íslenskt heilbrigðiskerfi er í hættu,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, og Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði sporin hræða í þessum efnum. Ásta blés á þessar áhyggjur og sagði fyrirmyndina að þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru vera sótta til Norðurlandanna. „Ef ætlunin hefði verið að einkavæða hefði þá ekki verið leitað eitthvað annað?“ spurði Ásta og áréttaði að nýtt greiðslukerfi í heilbrigðisþjónustunni ætti að auka jöfnuð og réttlæti.

Kristinn H. Gunnarsson, málshefjandi og þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði ljóst að víða í samfélaginu væri ótti við áformaðar breytingar og að hann ætti kannski rót sína í landsfundarsamþykktum Sjálfstæðisflokks. Hins vegar væri ljóst að ekki væri búandi við óbreytt ástand en að miklu máli skipti hvernig breytingarnar eru gerðar.

Guðlaugur Þ. Þórðarson heilbrigðisráðherra tók undir það og áréttaði að með breytingunum ætti að tryggja fólki gott aðgengi að heilbrigðisþjónustunni, óháð búsetu. Ekki hafi verið rætt um aðrar leiðir við fjármögnun en þá sem nú er, að hið opinbera greiði sinn hlut með almennum sköttum. Hvað þjónustugjöld varðaði standi til að gera kerfið skilvirkara og réttlátara.

 Ég er í hópi þeirra sem er uggandi um þróun heilbrigðskerfisins., Það er ills viti,að mjög góður stjórnandi hafi veriið flæmdur úr forstjórastóli Landspítalans. Nefnd Vilhjálms Egilssonar hefur hreyft þeirri hugmynd að gera spítalann að hlutafékagi. Slík breyting er alltaf undanfari  einkavæðingar. Það er því  full ástæða til   þess að vera vel á verði og koma  í veg fyrir einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.,

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Heilbrigðiskerfi í hættu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband