Laugardagur, 10. maí 2008
Tók Sóltún of háa greiðslu frá ríikinu
Ríkisendurskoðun telur,að hjúkrunarheimilið Sóltún hafi fengið of háa greiðslu frá ríkinu með því að gefa rangar upplýsingar um meðferðir,sem veittar voru. Hefur ríkisendurskoðun faruð itarlega yfir gögn heimilisins og komist að þessari niðurstöðu.
Fjallað var um greinargerð Ríkisendurskoðunar um svonefnda RAI-skráningu hjá hjúkrunarheimilinu Sóltúni á fundi heilbrigðisnefndar Alþingis í gær.
Fulltrúar Ríkisendurskoðunar og heilbrigðisráðuneytis og forsvarsmenn Sóltúns komu á fund nefndarinnar. Það er ákveðinn ágreiningur á milli aðila um túlkun á samningnum og á skilgreiningum sem notaðar eru til grundvallar greiðslu. Það eru uppi mismunandi túlkanir á skilgreiningum, segir Ásta Möller, formaður nefndarinnar. Fram kom á fundinum að heilbrigðisráðherra hefur skipað sáttanefnd til þess að komast að niðurstöðu í þessu máli. Verður m.a. kallaður til erlendur aðili sem er sérfróður um RAI-matið, sem er grundvöllur greiðslnanna, segir Ásta.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja,að þetta dæmi sýni,að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu geti veriuð varasöm.
Björgvin Guðmundsson
Fá erlendan sérfræðing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sóltún fær of lágar greiðslur ekki of háar! Fjárlög í flestum geirum sem eru í þessum málaflokkum eru svo litlar vegna þess að Ríkistjórn þarf að eyða peningun í stjórsýsluapparat sem er á sömu nótum og Sovétríkið áður enn það féll..það kemur fyrr eða síðar að skuldadögum þessara Ríkisstjórnar...einkavæðin ER varasöm ef ekki er haft eftirlit. Enn ríkisendurskoðun segir aldrei neitt um um eyðslu margra toppa í Ríkisstjórn. ég hef líka fengið launin mín frá Fjársýslu Ríkissins, nákvæmlega eins og þú. Það væri gaman að sjá bókhaldið hjá þeim. Rétta bókhaldið, ekki leyndarmálabókhaldið sem ég veit um, þú kannski veist um og allir toppar Ríkisstjórnar Íslands vita best um. Allt löglegt og siðlaust...
Óskar Arnórsson, 11.5.2008 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.