Hækkar Seðlabankinn stýrivexti meira?

Seðlabanki Íslands hefur ekki aðra úrkosti en að hækka stýrivexti sína enn frekar þrátt fyrir að hafa hækkað stýrivexti í tvígang á árinu án þess að það hafi dugað til þess að verja krónuna falli. Þetta segir Eileen Zhang, sérfræðingur hjá Standard & Poor's í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.

Zhang segir að peningamálastefnan hafi ekki ekki virkað sem skyldi en seðlabankinn hafi ekki haft marga aðra kosti í stöðunni. Ef verðbólga eykst enn frekar þá getur seðlabankinn ekki annað en hækkað vexti.  Þetta er erfitt starf hjá seðlabankanum, bætir Zhang við.

Í frétt Bloomberg er fjallað um óvænta stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands þann 10. apríl í 15,5% og að þeir séu þeir hæstu sem um getur á vesturlöndum. Næsti stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt þann 22. maí nk. Krónan hefur veikst um 26% gagnvart evru það sem af er ári.

Ekki líst mér á að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn meira. Það er löngu ljóst,að þessar vaxtshækkanir Seðlabankans verka ekki til lækkunar á veðbólgunni. Ég held,að  þær séu farnar að verka öfugt. Það er brýn nauðsyn að byrja vaxtalækkunarferli sem fyrst.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Spá frekari hækkun stýrivaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband