Þriðjudagur, 13. maí 2008
Samfylkingin að ná hreinum meirihluta í Rvk
Litlu munar að Samfylkingin fái hreinan meirihluta í Reykjavík, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert og sagt var frá í fréttum Útvarps. Fylgi Sjáflstæðisflokksins í borginni hefur hins vegar minnkað mikið á síðustu mánuðum. Hvorki Frjálslyndir og óháðir né Framsóknarflokkur kæmu að manni ef kosið væri nú.
Samkvæmt könnuninni, sem gerð var fyrri frá 1. mars til 16. apríl fengi Samfylkingin 47,1% og sjö borgarfulltrúa, bætti við sig þremur ef kosið væri nú. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 30,1% fylgi og 5 fulltrúa, tapaði tveimur. Þá fengi Vinstrihreyfingin-grænt framboð 18,9% og þrjá fulltrúa, bætti við sig einum. Framsóknarflokks fengi 2,1% og Frjálslyndir og óháðir 1,8%.
Ljóst er samkvæmt þessari kðnnun,að Reykvíkingar hafa fengið nóg af stjórnleysi og valdabrölti Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússsonar í Rvk.Ólafur kæmist ekki að ef kosið væri nú.Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 2 fulltrúum en Samfylkingin fengi 7 og er alveg að ná meirihluta.Þetta er góð útkoma fyrir Samfylkinguna,
Björgvin Guðmundsson
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég spái því að Sjálfstæðismenn þori ekki að sleppa Ólafi F úr borgarstjórastólnum að vori.....hann hefur enga ástæðu til að vera með þeim þegar hann er búinn að missa tökin sem stólnum fylgja.....og þess sem sest í borgarstjórastólinn á eftir Ólafi verður hvort eð er trúlega eingöngu minnst sem útfararstjóra........
stefán benediktsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.