Clinton heldur áfram

Hillary Clinton gaf í skyn í gær, eftir stórsigur í forkosningum í Vestur-Virginíu, að hún myndi halda áfram baráttu sinni fyrir útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins, þrátt fyrir að keppinautur hennar, Barack Obama, hafi tekið afgerandi forskot og sé talinn öruggur um útnefninguna.

„Þið haldið ótrauð áfram, og það mun ég einnig gera,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum í Vestur-Virginíu í gær, þegar útgönguspár lágu fyrir og ljóst að hún hafði sigrað með yfirburðum.

„Ég er nú staðráðnari í því en nokkru sinni að halda baráttunni áfram uns allir hafa fengið tækifæri til að láta í sér heyra,“ sagði hún ennfremur.

Það er ekki nóg með að Obama hafi tryggt sér stuðning mun fleiri fulltrúa á komandi landsfundi, sem útnefnir forsetaefni flokksins, heldur er fjárhagsstaða hans mun betri en Clintons. Kosningasjóður hennar er stórskuldugur, og nema heildarskuldir hennar vegna kosningabaráttunnar um tuttugu milljónum dollara.

Clinton fékk 67% atkvæða í forkosningunum í gær, Barack Obama 26% og John Edwards fékk 7% þótt hann hafi dregið sig í hlé fyrr á þessu ári. Clinton fékk 20 af 28 kjörmönnum, sem kosið var um, en Obama 8. Þá eru 11 svonefndir ofurkjörmenn í ríkinu en ekki er vitað hvaða frambjóðanda þeir styðja. 

-Þetta var góður sigur hjá Hillary Clinton í V.-Virginiu  en hvort hann dugar til sigurs er óvíst.Sagt er,að meirihluti ofurfulltrúanna á landsfundi demokrata ætli að kjósa Obama. Verkefni Clintons nú  er að fá þá á hennar band.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Clinton ekki af baki dottin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband