Miðvikudagur, 14. maí 2008
Ólafur F. og íhaldið trausti rúið í Rvk.
Mikið er nú rætt um skoðanakönnum Gallups um fylgi flokkanna í Rvk. Samkvæmt henni er meirihluti Ólafs F. og íhaldsins trausti rúiinn í Rvk. og mundi kolfalla ef kosið væri nú. Ólafur F. borgarstjóri næði ekki kosningu ef kosið væri í dag og Sjálfstæðisflokkurinn mundi missa 2 borgarfulltrúa. Samfylkingin mundi hins vegar fá 7 fulltrúa og vera nálægt því að fá hreinan meirihluta. Meirihluti íhalds og Ólafs F. ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. Þeir náðu meirihlutanum með bellibrögðum og Reykvíkingar kunna ekki að meta slík vinnubrögð. Íhaldið gekk á eftir Ólafi F. og bauð honum borgarstjórastólinn,ef hann vildi svíkja samstarfsmenn sína í borgarstjórn og koma yfir til Sjálfstæðisflokksins.Þetta gerði Ólafur og laug því að Degi B.Eggertssyni og meirihluta hans,að hann væri ekkert að mynda meirihluta með íhaldinu.Ólafur neitaði þessu allan daginn,sem nýi meirihlutinn var myndaður og allt fram á kvöld. Síðan kemur Ólafur fram fyrir alþjóð nú fyrir stuttu og segist vera heiðarlegur stjórnmálamaður!. Reykvíkingar hafa kveðið upp sinn dóm hjá Gallup. Þeir vilja ekki svona vinnubrögð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.