Sunnudagur, 18. maí 2008
Morgunblaðið vill jöfnuð
Í Reykjavíkurbréfi Mbl. í dag er rætt um að,að Íslendingar vilji ekki þjóðfélag mikillar misskiptingar.Eða eins og segir í greininni,að " heppilegasta þjóðfélagsgerðin fyrir svo fámennt samfélag eins og hið íslenska sé þjóðfélag,þar sem jöfnuður ríki og efnamunur ekki of áberandi." Síðar í greininni segir: Líklega hefur mestur jöfnuður ríkt í íslensku samfélagi á Viðreisnarárunum svonefndu á árabilinu 1960-1970.
Í Reykjavíkurbréfinu segir,að hin mikla frjálshyggja hér hafi aukið misskiptingu á ný. Sú stefna hafi ítt undir vaxandi efnamun. Ég er sammmála bréfritara Reykjavíkurbréfsins ( Styrmi?) .Ég hefi nefnt það áður hér,að svo virðist sem Mbl. sé að færast til vinstri á lokaspretti ritstjóraferils Styrmis Gunnarssonar. En að vísu hefur Mbl. oft áður verið með róttæk sjónarmið í þjóðfélagsmálum. En þau sjónarmið sem haldið er fram í Reykjavíkurbréfi í dag um nauðsyn á jöfnuði í islensku þjóðfélagi eru sjónarmið jafnaðarstefnunnar.
Það þarf að berjast gegn græðgisstefnu frjálshyggjunnar og vinna að auknum jöfnuði í íslensku samfélagi.
Björgvin Guððmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.