Hræðsluáróður Geirs um ESB

Geir H.Haarde talaði m.a. um ESB á fundi í Valhöll í gær. Þar sagði hann,að ef Ísland hefði verið í ESB nú hefði ekki verið unnt að gera neitt í efnahagsmálum annað en að auka atvinnuleysi. Ekki hefði verið unnt að breyta vöxtum eða gengi, það  væri í höndum Seðlabankans í Frankfurt ef við  værum í ESB.Þetta er hræðsluáróður hjá  Geir. Hann er að reyna að hræða sjálfstæðismenn frá því að taka afstöðu með ESB. En ég er hissa á Geir að falla í þá gryfju að beita þessum " billegu" rökum.

Lítum á málið: Ef Ísland hefði verið í ESB hefðum við aldrei lent í þeirri stöðu,sem við erum í núna.Vextir hefðu þá verið lágir  eða þeir sömu og í evrulöndum og mikið hagstæðari  almenningi.Himinháir vextir hefðu þá ekki lokkað erlenda fjárfesta  hingað til þess að kaupa hundruð milljarða í krónubréfum,sem síðan voru skyndilega seld  og orsökuðu  mikið gengisfall. Slíkar sviptingar gerast ekki hjá ESB.Gengið hefði þá verið stöðugt  til hagsbóta fyrir útflutningsatvinnuvegina og allan  almenning.M.ö.o: Slíkt ástand og hér er nú skapast ekki í ríkjum ESB. Að vísu verður að viðurkenna,að atvinnuástand er misjafnt í löndum ESB og í sumum löndum talvert atvinnuleysi.En þannig var það einnig áður en löndin gengu í ESB.

Atvinnuástand hefur verið gott hér um langt skeið en áður þekktum við atvinnuleysi,m.a. þegar markaðir brugðust erlendis og verð féll á afurðum okkar ytra. Ef  stöðugleiki er í efnahagsmálum,vextir lágir og gengið stöðugt er auðveldara að byggja upp atvinnulíf og aukna vinnu en ef  vextir rjúka upp úr öllu valdi og gengið sveiflast upp og niður.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Nákvæmlega rétt, Björgvin.  Það þekkja  allir sem eitthvað vilja vita hvernig  haldið hefur verið á fjármálastjórninni undanfarin ár.  Forsætisráðherra er bara að skjóta sig í fótinn með svona klaufalegum útskýringum.

Þórir Kjartansson, 18.5.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband