Orkuveitan hættir við Bitruvirkjun

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum  frekari framkvæmdum á svæðinu.

Í áliti Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda við Bitruvirkjun kemur fram að bygging virkjunarinnar sé ekki viðunandi vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Segir í áliti Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. 

„Það er stefna stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að gæta varúðar í hvívetna við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins. Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar samþykkir stjórn OR að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum  frekari framkvæmdum á svæðinu.

Ákvörðun um framhald verkefnisins verði tekin að höfðu samráði við sveitastjórnir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfuss, sem hefur skipulag svæðisins með höndum," að því er segir í tillögu sem samþykkt var á stjórnarfundi OR í morgun.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundinum að halda áfram undirbúningi virkjunar í Hverahlíð í samræmi við álit Skipulagsstofnunar og í samkomulagi við sveitarfélagið Ölfus.

Í áliti Skipulagsstofnunar um framkvæmd við Hverahlíð kemur fram að stofnunin telur að setja þurfi skilyrði fyrir framkvæmdinni er lúta að áhrifum á jarðhitaauðlindina, áhrifum á grunnvatn og áhrifum á loftgæði.

Samþykkt Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun kemur á óvart. Hér er um jarðgufuvirkjun að ræða sem er mun betri fyrir umhverfið en vatnsaflsvirkjun. Þessi úrskurður þýðir í rauinni það að það er verið að íta aðilum út í vatnsaflsvirkjanir á ný.Það er að sjálfsögðu mun umhverfisvænna að virkja jarðgufu en fossa landsins.Umræddur úrskurður Skipulagsstofnunar getur haft mikil áhrif.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Hætt við Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband