Heildareignir sjávarútvegs 400 milljarðar

Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2006 voru 387 milljarðar króna, heildarskuldir 290 milljarðar og eigið fé því 97 milljarðar.

Til samanburðar voru heildareignirnar 354 milljarðar króna og eigið fé 104 milljarðar ári áður. Þetta kemur fram í nýju hefti Hagstofunnar, Sjávarútvegur, sem birt er í dag og fjallar um fiskveiðar og fiskvinnslu fyrir árið 2005-2006.

Hreinn hagnaður af botnfiskveiðum, reiknaður samkvæmt svokallaðri árgreiðsluaðferð, hækkaði úr 9,5 prósentum af tekjum í 18,5 prósent fyrir 2005-2006. Þá jókst hagnaður af botnfiskvinnslu úr 3,5 prósentum í 9,5 prósent af tekjum.

Þessar tölur leiða í ljós,að staða sjávarútvegs er sterk. Það er því góður tími nú til þess að stokka upp kvótakerfið   eins og Mannréttindanefnd Sþ. gerir raunar kröfu til . Það þarf að draga inn allar veiðiheimildir og úthluta þeim á ný gegn gjaldi eða bjóða allar upp. Við þessa uppstokkun ættu nýir aðilar greiða leið inn í greinina en greinin hefur nánast verið lokuð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband