Ingibjörg Sólrún andvig hrefnuveiðunum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að það sé  skýrt á milli ráðherra í ríkisstjórninni að ráðherrar Samfylkingarinnar eru ekki fylgjandi ákvörðun um að gefa út hrefinuveiðikvóta.

„Nú þegar sjávarútvegsráðherra tekur ákvörðun um útgáfu reglugerðar um hrefnuveiðikvóta, er það skýrt á milli ráðherra í ríkisstjórninni að ráðherrar Samfylkingarinnar eru ekki fylgjandi þessari ákvörðun. Útgáfa reglugerðar um hrefnuveiðikvóta er ákvörðun sjávarútvegsráðherra, tekin í framhaldi af stefnu sem hann mótaði 2006.

Sjávarútvegsráðherra hefur stjórnskipulegt forræði á útgáfu reglugerðar sem þessarar án þess að hún komi til afgreiðslu í ríkisstjórn. Sem utanríkisráðherra tel ég að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni þrátt fyrir að kvótinn sé minni í ár en fyrri ár. Ég mun á erlendum vettvangi og þar sem þess gerist þörf útskýra þau rök um sjálfbæra nýtingu hrefnustofnsins sem að baki liggja," segir í yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar.

Þsð  vekur athygli,að formaður Samfylkingarinnar skuli gefa út sérstaka tilkynningu til þess að lýsa því yfir,að ráðherrar Samfylkingarinnar séu ekki fylgjandi hrefnuveiðunum. Þetta mun í fyrsta sinn sem Samfylkingin gefur slíka yfirlýsingu sem opinberar ágreining milli flokkanna.Ég hefði nú talið mikilvægara að gefa slíka yfirlýsingu í öðrum málum. Ég hefi  ekki sterkar skoðanir á hrefnuveiðunum

og geri ekki athugasemdir við leyfi til veiða á þeim. En mér finnst athyglisvert að sjávarútvegsráðherra skyldi geta ákveðið veiðarnar upp á sitt eindæmi. Ríkisstjórnin er að vísu fjölskipað stjórnvald. Ráðherrar Samfylkingarinnar ættu að nota vald sitt á sama hátt og Einar K.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Hagsmunum fórnað með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið tekur brotum Íslendinga á mannréttindum en því hvort einhverjar örfáar hrefnur verði veiddar.

Jóhann Elíasson, 20.5.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband