Annir á alþingi

Það eru annasamir dagar fram undan á Alþingi, en aðeins fimm þingfundardagar eru eftir af þinginu sem lýkur 29. maí. Um 80 stjórnarfrumvörp liggja fyrir þinginu sem eftir er að afgreiða og um 70 þingmannafrumvörp. Þá eru þingsályktunartillögur ótaldar, en þær eru allmargar.

Þingið sem nú starfar er fyrsta þing sem vinnur eftir nýjum þingskaparlögum, en þau fela m.a. í sér að mál sem ekki klárast fyrir þinglok verða tekin fyrir í haust. Ekki þarf að flytja málin að nýju eins og áður tíðkaðist. Þetta ætti að minnka þá tímapressu sem jafnan hefur verið við þinglok að ljúka afgreiðslu mála.

Frumvarp um breytingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði, sem fjallar m.a. um vatns- og jarðhitaréttindi, er að koma úr nefnd, en um það verða örugglega talsverðar umræður.

Ekki er öruggt að frumvarp um sjúkratryggingar og frumvarp um matvælalöggjöf verði afgreidd úr nefnd, en bæði þessi mál komu seint inn í þingið. Víst er að stjórnarandstæðingar telja nauðsynlegt að ræða ýtarlega um þessi frumvörp. Margar athugasemdir hafa verið gerðar við matvælafrumvarpið og margir umsagnaraðilar hvetja eindregið til þess að málinu verði frestað til næsta þings.

Alþingi heldur uppteknum hætti og hrúgar upp málum í lok þings eða rétt fyrir hlé í stað þess að láta þingið starfa allt árið og taka hóflegt sumarleyfi eins og aðrir landsmenn. Það eru engin rök fyrir hinu langa sumarhléi þingsins. Gömlu rökin eiga ekki lengur við. Þessi vinnubrögð auka líkur á mistökum við afgreiðslu mála á lokaspretti þingsins.Það  eru engin rök fyrir því að þingið sé í kapphlaupi við tímann tvisvar á ári,fyrir jólahlé og fyrir sumarhlé.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Annasamir dagar á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband