Þriðjudagur, 20. maí 2008
Byrja átti hækkun á lífeyri aldraðra fyrir sl. áramót
60+samtök eldri borgara í Samfylkingunni samþykkti eftirfarandi ályktun sl. haust:
Lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum hækki í áföngum á kjörtímabilinu í upphæð neysluútgjalda ( einstaklinga) ,sbr. neyslukönnun Hagstofu Íslands svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði ellilífeyrisþega.Fyrsti áfangi þessarar hækkunar verði lögfestur og taki gildi fyrir áramót.Næsti áfangi hækkunar taki gildi um áramót og svo koll af kolli.Lífeyrir aldraðra hækki síðan reglulega framvegis í samræmi við breytingar á neysluútgjöldum.
Með þessari ályktun var lögð lína um það hvernig haga ætti leiðréttingu og hækkun á lífeyri aldraðra.Það átti sem sagt að byrja á því strax fyrir áramót að hækka lífeyri aldraðra,og síðan aftur um áramót og koll af kolli þar til lífeyrir næði framfærslukostnaði samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.Ef farið hefði verið eftir þessari ályktun þá stæðu lífeyrismál aldraðra betur í dag en þau gera,þá væri lífeyrir aldraðra ekki lægri en lágmarkslaun í dag,nei þá væri hann hærri en lágmarkslaun. En það var ákveðið að bíða með hækkun á lífeyri aldraðra og draga í staðinn úr skerðingu á tryggingabótum vegna atvinnutekna aldraðra og vegna tekna maka ( fella þá skerðingu niður) .Það eru ágætar umbætur en þær áttu ekki að koma í staðinn fyrir hækkun á lífeyri aldraðra,þær áttu að koma samhliða eða strax í kjölfarið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.