Matvara hér 64% hærri en hjá ESB!

Verð á matvöru hér á landi er 64 prósentum hærra en að meðaltali í ESB-ríkjunum og allmargir samningar birgja og matvöruverslana fela í sér ákvæði sem kunna að raska samkeppni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins um viðskiptasamninga birgja og matvöruverslana og annað samstarf fyrirtækja á matvöru markaði.

Eftir því sem segir í tilkynningu stofnunarinnar ber birgjum og matvöruverslunum að ganga úr skugga um að samningar þeirra feli ekki í sér samkeppnishindranir. Þá bendir könnun Samkeppniseftirlitsins til þess að forverðmerkingar birgja á matvörum takmarki verðsamkeppni milli matvöruverslana. Verðmunur á þessum vörum milli verslana sé margfalt minni en eðlislíkra vara sem ekki eru forverðmerktar.

Bendir eftirlitið aðilum á þessum markaði á nokkur atriði í samningum sem geti fali í sér samkeppnishindranir og segist munu fylgja því eftir að samningar feli ekki í sér brot á samkeppnislögum. „Fyrirtæki sem verða uppvís að samkeppnislagabrotum mega vænta þess að þurfa að sæta viðurlögum," segir í tilkynningunni. Telur Samkeppniseftirlitið að með umræddum aðgerðum sé hægt að efla samkeppni og lækka verð til íslenskra neytenda.

Ég fagna því að Samkeppniseftirlit láti þessi mál til sín taka. Og væntanlega fylgir hún málinu vel eftir og sektar þá,sem uppvísir eru að  brotum á samkeppnislögum með samkeppnishindrunum eða öðrum brotum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband