Er Orkuveitan borgarstjóra óviðkomandi?

Ég fagna þessari niðurstöðu mjög og ekki síst þeirri staðreynd að minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn telji þá stefnu sem R-listinn stóð fyrir um byggingu Bitruvirkjunar óviðunandi,“ sagði Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, eftir að ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um Bitruvirkjun lá fyrir í gær.

„Álit Skipulagsstofnunar og ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um Bitruvirkjun markar tímamót fyrir þá sem hafa barist fyrir því að náttúran njóti vafans.“

Orkuveitan hefur eytt 1 milljarði króna í rannsóknir og undirbúning Bitruvirkjunar. Hún var búin að gefa vilyrði fyrir afgreiðslu rafmagns til  umhverfisvænna verkefna í Þorlákshöfn. En  borgarstjóri talar eins og Orkuveitan sé Reykjavíkurborg óviðkomandi og á vegum einhvers annars sveitarfélags. Borgarstjóri virðist gleyma því að Reykjavíkurborg   á Orkuveituna.Hann er ekki að eins æðsti yfirmaður á borgarskrifstofunum,hann er einnig æðsti yfirmaður allra fyrirtækja borgarinnar.Borgarstjóri má ekki láta sín prívatsjónarmið bera sig ofurliði. Hann þarf að taka tillit til allra sjónarmiða og  hafa í huga að  það er ekki  einungis jákvætt að hætta við Birtruvirkjun.Það er mikið  tjón fyrir Orkuveituna og Ölvushrepp.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Borgarstjóri fagnar ákvörðun stjórnar OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband