69% stórkaupmanna vilja taka upp evru

Stór hluti Félags íslenskra stórkaupmanna er hlynntur aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Þetta er niðurstaða könnunar Gallup sem gerð var fyrir félagið. Rúm 65% eru hlynnt því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Litlu færri, eða tæplega 57% eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu.

Þá eru ríflega 69% félags íslenskra stórkaupmanna hlynnt því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Þá eru hátt í tveir þriðju þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu yrði hagstæð fyrir fyrirtækið sitt og tæplega 6 af hverjum 10 telja að það væri gott fyrir efnahag landsins að ganga í Evrópusambandið.

Þrýstingurinn á að taka upp evru og ganga í ESB eykst. Það' er ljóst,að atvinulífið hefur forustu í eirri baráttu en Samfylkingin er einnig með aðild og  æ fleiri stjórnmálamenn hneygjast í Þessa átt,Valgerður Sverrisdóttir,Magnús Stefansson og nú síðast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,sem vill þjóðaratkvæði um málið á næsta kjörtímabili.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loopman

Þessi tillaga Þorgerðar Katrínar er upprunin frá framsóknarflokknum síðan fyrir nokkrum mánuðum, sem í raun gerir hana einn ekki síður heimskulega. Að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við ættum að sækja um aðild er að mínu mati lýðsskrum og misnotkun á lýðræðinu. Við eigum að sækja um aðild, semja og kjósa svo.

Það er bara gamla Davíðs hræðslan sem stýrir þessu rugli sjálfstæðismanna í Evrópumálum. Það finnst engum undarlegt hvernig kyndilberi Evrópusinna, Davíð Oddsson allt í einu skipti um skoðun, á einni nóttu, á sínum tíma.

Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem kennir sig við frjálshyggju og einstaklingsfrelsi sé sá sem stendur hvað harðast á móti hagsmunum almennings og viðskiptafrelsinu sem felst í þáttöku í Evrópusamstarfinu.

Loopman, 21.5.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband