Sveitarfélögin eigi sínar fasteignir sjálf

Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., félag í meirihlutaeigu tíu sveitarfélaga, fær fjármagn til að ráðast í ný verkefni. Lögð var fram tillaga á fundi bæjarstjórnar Sandgerðis í gærkvöld þess efnis að bærinn fái lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og áframláni féð til Fasteignar, svo að félagið geti stækkað grunnskóla bæjarins. Áætlað er að stækkunin kosti 820 milljónir og verði lokið haustið 2009.

„Þarna er kominn hringur: Sandgerðisbær tekur lán, framselur lánið til Fasteignar og greiðir síðan leigu af byggingunni til Fasteignar til að hægt sé að borga lánið niður,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra í Sandgerðisbæ.

Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri bendir á að sveitarfélög þurfi lögum samkvæmt að veita ákveðna þjónustu. „Sveitarstjórnir hafa þar af leiðandi þær skyldur að finna hentugustu leiðina til þess hverju sinni. Það er það sem við erum að gera.“

Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. hefur keypt fasteignir ýmissa sveitarfélaga í landinu og leigir sveitarfélögunum þær aftur. Á heimasíðu félagsins má sjá verkefni í undirbúningi. Meðal þeirra eru sundlaug í Ölfusi og á Álftanesi, félagsheimili í Reykjanesbæ og skóli sem og annar áfangi Sjálandsskóla í Garðabæ.

Bergur Hauksson, framkvæmdastjóri Fasteignar, segir banka sem hafi sýnt áhuga á að lána félaginu hætta að vilja lána til framkvæmda hér á landi vegna alþjóðlegrar lánsfjárkreppu og þess umtals sem verið hefur um íslenskt efnahagslíf.

Það vakti mikla furðu mína þegar ýmis sveitarfélög ( Reykjanes einna fyrst) tóku að selja  fasteignir sínar,skóla og fleiri mikilvægar eignir,til þess síðan að taka þær á leigu hjá  einhverju fasteignafélagi ( Fasteign h.f.). Með þessu voru sveitarfélögin að losa um  fjarmuni en ljóst var,að það yrði engin hagur af þessu fyrir sveitarfélögin,þegar til lengdar léti. Það hefur aldrei verið ódýrara að leigja en að eiga sína eign. Og nú er komin upp undanleg staða. Fasteign h.f. fær ekki lán í bönkunum og snýr sér þá til sveitarfélaganna um lán. Félagið biður Sandgerðisbæ um lán,sem aftur tekur lán hjá Lánasjóði sveitarfélaganna og áframlánar það til Fasteignar h.f. Þetta er ein hringavitleysa. Fasteign tekur lán hjá sveitarfélagi til þess að kaupa eða byggja fasteign fyrir sveitarfélagið og leigja sveitarfélaginu fasteignina!Það er ekki heil brú í þessu. Það er best að hætta þessari vitleysu og að sveitarfélögin eigi sínar fasteignir sjálf.

 

Björgvin Gumundsson


mbl.is Fasteign er fjárþurfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband