Bankinn hleypur frá verkefninu

Glitnir, sem hefur verið áskrifandi að fjármögnunarverkefnum sveitarfélaga sem eiga aðild að Fasteign, hefur engar skyldur þegar á reynir. Þeir geta bara hlaupist undan ábyrgð og skilið sveitarfélögin eftir með sárt ennið.“ Þetta segir Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ.

Eins og sagt var frá  í gær hefur eignarhaldsfélagið Fasteign hf. átt í erfiðleikum með að fá fjármagn fyrir nýframkvæmdum, en félagið er meðal annars í eigu tíu sveitarfélaga og Glitnis banka. Hefur því verið lögð fram sú tillaga á fundi bæjarstjórnar Sandgerðis að bærinn taki lán og framláni það Fasteign, til að félagið geti hafið stækkun grunnskóla bæjarins en leigt bænum húsnæðið.

Svipuð hugmynd hefur verið rædd á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar, en í fundargerð frá 14. febrúar sl. er bæjarstjóra falið að vinna að stofnun „nýs félags í eigu nokkurra sveitarfélaga, sem hefur þann tilgang að opna möguleika eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. á lánsfé hjá Lánasjóði sveitarfélaga.“

Fasteign var stofnað af Reykjanesbæ og Glitni árið 2003 og keypti þá allar opinberar byggingar í bænum, en bærinn leigir þær af félaginu. „Rökin fyrir stofnun félagsins voru þau að Fasteign ætti auðveldara með að fá lán og gæti fengið þau á betri kjörum en Reykjanesbær,“ segir Guðbrandur. „Nú eru þau rök fokin út í veður og vind.“

Eins og staðan er núna er best að snúa við og að veitarfelögin eignist aftur skóla og aðrar eignir sem seldar voru. Þessi braskleið er komin í þrot.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Bankinn laus við alla ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband