Þriðjudagur, 27. maí 2008
Símar 12 alþingismanna voru hleraðir
Símar á samtals 32 heimilum voru hleraðir vegna óska frá stjórnvöldum í samtals sex hlerunarlotum á árabilinu 19491968. Þar á meðal voru heimili 12 alþingismanna og áttu 9 þeirra sæti á Alþingi þegar hleranirnar fóru fram, en margir höfðu aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi og jafnvel voru hleraðir símar hjá fólki sem hafði verið dyggir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins.
Þetta kemur fram í grein Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra og alþingismanns, í miðopnu Morgunblaðsins í dag. Þar er einnig birt skrá yfir hin 32 heimili sem urðu fyrir hlerunum. Meðal þeirra sem sættu hlerunum á umræddu tímabili, að sögn Kjartans, 12 alþingismenn og áttu 9 þeirra sæti á þingi þegar símar þeirra voru hleraðir.
Fram kemur í greininni að dómarar heimiluðu hleranirnar, án fyrirstöðu, að beiðni dómsmálaráðherra, sem í tilvikunum sex tilheyrðu Sjálfstæðisflokknum, og í fjórum tilvikum af sex var ekki vísað í eina einustu lagagrein til stuðnings hlerunarbeiðni.
Þetta er grafalvarlegt mál. Mér virðist,að hér hafi verið framin lögbrot,þar eð ekki var vísað í lagagrein,þegar hleranir voru leyfðar og ekki settar fram nægilegar ástæður fyrir að heimila hleranir. Svo virðist sem geðþæittaákvarðanir hafi hér ráðið för.
Björgvin GuðmundssonSí
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.