Ungt fólk í fjárhagsvanda

Það sem við finnum er hve margt ungt fólk leitar til okkar sem er komið í mjög slæm mál. Mér finnst málin erfiðari núna. Það er mjög alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, um stöðu ungra skuldara á markaðnum í dag. Hún segir að staða margra hafi versnað eftir að bankarnir stöðvuðu útlán í vetur.

„Unga fólkið sem leitar til okkar er með hærri skuldir. Þetta er fólkið sem tók bílalánin og erlendu lánin og önnur lán, nokkuð sem er að koma fram núna frá þeim tíma þegar fólk var að skuldsetja sig og gat gengið á milli lánastofnana og er því nú með skuld á svo mörgum stöðum. Það sem við gerum er að setja dæmið upp og leita eftir upplýsingum frá öllum lánastofnunum og með því fær fólkið heildarsýn yfir fjármálin.“

Aðspurð hvenær þessi vandi hafi komið í ljós segir Ásta þá þróun hafa orðið undanfarin ár að áður hafi aldurshópurinn á milli þrítugs og fertugs verið fjölmennastur meðal þeirra sem leita til Ráðgjafarstofu þau 12 ár sem stofan hafi starfað. Það hafi breyst og á árinu 2007 hafi hópur skuldsetts fólks á þrítugsaldri orðið jafn fjölmennur. Árið 2006 hafi yngri hópurinn jafnvel verið stærri.

Þetta er alvarlegt mál. Hér eiga bankarnir verulega sök. Þeir hafa óspart otað lánum að ungu fólki,þar á meðal lánum í erlendri mynt. Það vantar mikið meiri fræðslu um fjármál. Það þarf að auka þá fræðslu verulega í skólunum.Unga fólkið í dag vill eignast allt um leið og það fer að búa. En það er ekki unnt nema með því að sreypa sér í verulegar skuldir.

 

 Björgvin Guðmundsson


mbl.is „Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband