Miðvikudagur, 28. maí 2008
Hefur einkarekstur brugðist í heilbrigðiskerfinu?
Rætt var um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á alþingi í fyrradag. Þuríður Backman þingmaður VG tók málið upp utan dagskrár í tilefni af athugasemdum ríkisendurskoðanda við rekstur hjúkrunarheimilisins Sóltún,sem er einkarekið heimili.Það hefur alla tíð fengið hærri greiðslur frá ríkinu en önnur hjúkrunarheimili.Munur hér 14-17%.Ríkisendurskoðandi hefur gert athugasemdir við skráningar Sóltúns. Telur ríkisendurskoðun,að ekki komi fram í skráningum,að sú meðferð hafi verið veitt sem heimlið gerir kröfu um að fá greiddar.Þuríður Backman sagði,að ljóst væri samkvæmt þessu dæmi,að einkarekin heimili væru dýrari í rekstri en hjúkrunarheimli á vegum hins opinbera og sjálfseignarstofnanir.
Guðlaugur Þór ráðherra sagði,að 80 % allra hjúkrunarheimila væru einkarekin. Hér gaf ráðherra ekki tæmandi upplýsingar,þar eð flest einkareknu heimili eru sjálseignarstofnanir,sem ekki eru rekin í gróðaskyni. Hins vegar er þessu öðru vísi farið með Sóltún. Þar ræður hagnaðarvonin.Ef til vill skýrir það mikinn kostnað við rekstur heimilisins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.