Við verðum að taka við flóttamönnum

Ísland getur ekki skorast  undan því að taka við erlendum flóttamönnum.Við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum og verðum að axla ábyrgð af flóttamönnum sem eru á vergangi eins og aðrar þjóðir.Þær raddir heyrast að það væri skynsamlegra af okkur að hjálpa flóttmönnum  þar sem þeir eru nú vistaðir. En það er ekki svo einfalt. Flóttamenn eru margir hverjir landlausir,hafa ekkert ríkisfang. Hafa ef til vill árum saman búið í flóttamannabúðum. Það er ekkert líf. Þeir verða að fá varanlegan samastað.Við getum ekki valið einföldustu lausninan fyrir okkur og sent peninga út til flóttamannanna. Það þarf að útvega flóttamönnum ný heimili,varanlegan dvalarstað. Það getum við Íslendingar gert. Akranes ætlar að taka á móti 30 flóttamönnum og ég tel það fagnaðarefni. Akranes er í stakk búið til þess.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband