Kaupmáttur mun rýrna og forsendur kjarasamninga bresta

Laun æðsta stjórnanda Kaupþings árið 2006 jafngiltu því að í kringum 10. mars væri hann búinn að vinna sér inn upphæð sem venjulegt verkafólk er alla starfsævina að strita fyrir og það tók 321 fullvinnandi verkakonu allt árið að vinna fyrir launum hans. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í dag.

Samkvæmt nýrri hagspá hagdeildar ASÍ harðnar nú á dalnum í íslensku efnahagslífi. Eftir mikinn gang í hagkerfinu á liðnum árum er nú komið að lokum hagsveiflunnar. Framundan sé snörp aðlögun hagkerfisins með tveggja ára samdrætti landsframleiðslu.

Segir í hagspá ASÍ að heimilin séu þegar farin að draga saman seglin í kjölfar gengisfalls og mikillar verðbólgu og við blasi mikill samdráttur á íbúðamarkaði og í atvinnuvegafjárfestingum.

„Hagsveiflan endar því með hefðbundnum hætti: gengisfalli, mikilli verðbólgu, samdrætti í atvinnu og minnkandi kaupmætti."

Horfur í efnahagslífinu hafa áskömmum tíma breyst til hins verra. Síðasta haust var bjart yfir flestum hagspám og spáð var „mjúkri lendingu“ hagkerfisins í lok stóriðjuframkvæmdanna. Nú bendir á hinn bóginn flest til harkalegrar lendingar.

Alþjóðleg lausafjárkreppa ásamt miklu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum hefur leitt til mikils gengisfalls krónunnar og innlendrar lánsfjárkreppu. Í kjölfarið hefur fylgt mesta verðbólga í 18 ár. Gagnvart þessari stöðu standa stjórnvöld ráðalítil, samkvæmt nýrri hagspá ASÍ.

Þetta er svört spá hjá ASÍ. En því miður mun hún sönn. Það eru erfiðir tímar framundan og  erfiðleikarnir eru rétt að byrja. Það má búast við erfiðleikum a.m.k næsta árið.

 

Björgvin Guðmundsson


 

 

 


mbl.is Sjöfaldar ævitekjur á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband