Fimmtudagur, 29. maí 2008
Alþingi keppist við
Alþingismenn keppast nú við að ljúka þingstörfum í dag svo þeir geti farið í sumarhlé. Fundir hafa verið til miðnættis síðustu daga og samningar í gangi milli formanna þingflokkanna um það hvaða málum á að hleypa í gegn og hver á að salta. Frumvarp um nýja sjukratryggingastofnun verður látið liggja til hausts. Sama er að segja um matvælafrumvarpið,sem leyfa mun m.a. innflutning á fersku kjöti,ósoðnu.Þetta eru hvort tveggja stórmál,sem ekki er unnt að afgreiða nú,þar eð þingið þarf að komast í frí.Orkufrumvarpið mun sennilega fara í gegn nú. Eftirlaunaósóminn bíður til hausts.
Þetta eru léleg vinnubrögð. Mikill ágreiningur er um sjukratryggingafrumvarpið.VG er á móti því og telur að' með því sé opnað fyrir einkavæðingu. Framsókn situr hjá við afgreiðslu málsins og segist ekki vilja bera abyrgð á því að hafin verði einkavæðíng í heilbrigðiskerfinu. Samfylkingin segir að ekki verði leyft einkavæðing en einkarekstur á einstaka sviði gæti átt sér stað. Sjúklingum verði þó ekki mismunað eftir efnahag.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.