Jarðskjálfti fannst vel í Reykjavík

Jarðskjálfti, sem mældist 6,7 stig á Richter varð klukkan 15,45 við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km norðvestur af Selfossi. Skjálftinn fannst vel á Selfossi að sögn heimamanna.

Vignir Árnason hjá IB bílasölunni á Selfossi segir að skjálftinn hafi fundist vel þar, en fyrirtækið er fyrir utan Ölfusá. Vignir sagði að heyrst hefðu drunur og jörðin titrað en ekki hefði komið högg. Ekki féllu lausir munir úr hillum.

Halldór Geirsson, hjá Veðurstofu Íslands, sagði að á annan tug eftirskjálfta hefðu fundist. Svo virtist sem skjálftahrinan væri í rénun en sérfræðingar á vakt myndu fylgjast náið með þróun mála. 

Veðurstofan segir að skjálftinn hafi orðið á um 5 km dýpi. Jarðskjálftar eru ekki óalgengir á þessum slóðum.

Ég var við tölvuna,þegar skjálftinn fannst í Reykjavík og tölvuborðið hristist mikið og mér fannst það lengi.Það er  langt síðan ég hefi fundið svona mikinn skjálfta í Reykjavík.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Jarðskjálfti við Ingólfsfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband