Halli á vöruskiptum við útlönd 32 milljarðar

Fyrstu fjóra mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 111,4 milljarða króna en inn fyrir 143,5 milljarða króna fob (156,3 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 32 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 25,4 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 6,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma árið áður.

Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 33,4 milljarða króna og inn fyrir 40,7 milljarða króna fob (44,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 7,3 milljarða króna. Í apríl 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 14,1 milljarð króna á sama gengi, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Sl. fjóra mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 5,0 milljörðum eða 4,3% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru nær helmingur alls útflutnings og var verðmæti þeirra 22,4% meira en árið áður. Sjávarafurðir voru 43% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 7,1% minna en á sama tíma árið áður.  Mestur samdráttur varð í útflutningi skipa og flugvéla og sjávarafurða, aðallega frystra flaka, en á móti kom aukning í útflutningi á áli.


Fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 1,6 milljörðum eða 1,2% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum og eldsneyti og smurolíum en á móti kom samdráttur í innflutningi á flugvélum og fjárfestingavöru.

Það sem er athyglisvert er að hallinn er talsvert meiri en á sama tíma í fyrra. Á þessum fyrstu 4 mánuðum,þegar Íslendingar hefði átt að draga verulega úr eyðslu virðist svo ekki hafa verið.Innflutningur var meiri   á föstu gengi en áður. Ljóst er að áhrif  gengislækkunarinnar eru lengi að koma fram. En fyrir bragðist  helst hallinn áfram og erfiðara verður að koma á jafnvægi í  þjóðarbúskapnum en ella.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Halli á vöruskiptum 32 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband