Mikið tjón innan stokks á Selfossi

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir eftirmál jarðaskjálftans á Suðurlandi í gær í föstum farvegi. Ekki sé búist við öðrum stórum skjálfta, en vart hafi orðið við fjölda minni skjálfta.

Ólafur Helgi segir  að erfitt sé að segja til um hversu mikið tjónið er af völdum náttúruhamfaranna, það komi í ljós þegar tilkynningar hafi borist tryggingafélögum á næstu dögum. Hann segir þó varlegt að áætla að það hlaupi á tugum milljóna.

Sonur minn, Hilmar, býr á Selfossi.Dóttir hans,Ástrós  10 ára gömil,var ein heima þegar jarðskjálftinn reið yfir.Það datt strax talsvert niður úr hillum og hún varð hrædd en ekkert alvarlegt kom fyrir og mamma hennar sendi strax eftir henni, Hús Hilmars og konu hans slapp alveg.Nokkurt tjón varð á innbúi  en margir urðu fyrir miklu tjóni á innbúi. Sums staðar á Selfossi var allt í rúst innan húss.Segja má,að  betur  hafi farið en á horfðist i  þessum náttúruhamförum. Ekkert manntjón varð og engin alvarleg slys á fólki.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Allt í lamasessi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband